Kvöldstund með Helga Björns – 30 ára söngafmæli

Hinn landsþekkti söngvari og leikari Helgi Björnsson er að fagna 30 ára söngafmæli um þessar mundir, en það eru 30 ár síðan fyrsta hljómplatan kom út með þessum ástsæla söngvara, en það var Grafík - Get ég tekið sjéns sem innihélt m.a. lögin Mér finnst rigningin góð, 16 og Þúsund sinnum segðu já.

Síðan tók við óslitin sigurganga með Síðan Skein Sól, Reiðmönnum Vindanna og undir eigin nafni.

Helgi ætlar að fagna þessum tímamótum með 30 tónleikum víðsvegar um landið undir heitinu Kvöldstund með Helga Björns, þar sem Helgi mun rifja upp ferilinn í tali og tónum, segja frá tilurð laganna, rifja upp einhverjar rokksögur og taka fram gamlar poppflíkur og nokkur góð dansspor.

Meðreiðarsveinn Helga verður Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari Hjaltalín og munu þeir félagar galdra fram tóna úr hinum ýmsu hljóðfærum.

Væntanlega verður ferðin filmuð með það fyrir augum að gera heimildarmynd um ferðina.

Einnig verður gefið út safn 60 laga frá ferlinum á 3 geisladiskum með 3 nýjum lögum.

Dagsetingar

23.09.14. VÍK Í MÝRDAL STRÖNDIN  
24.09.14. HÖFN Í HORNAFIRÐI PAKKHÚSIÐ  
25.09.14. DJÚPIVOGUR LANGABÚÐ  
26.09.14. ESKIFJÖRÐUR TÓNLISTARHÚSIÐ  
27.09.14. SEYÐISFJÖRÐUR HERÐUBREIÐ  
28.09.14. VOPNAFJÖRÐUR KAUPVANGSKAFFI  
 
29.09.14. HVÍLD  
30.09.14. MÝVATN GAMLI BÆRINN  
01.10.14. HÚSAVÍK GAMLI BAUKUR  
02.10.14. AKUREYRI GRÆNI HATTURINN  
03.10.14. SIGLUFJÖRÐUR RAUÐKA  
04.10.14. SAUÐÁRKRÓKUR KAFFI KRÓKUR  
05.10.14. HVAMMSTANGI FÉLAGSHEIMILIÐ  
 
06.10.14. HÓLMAVÍK BRAGGINN  
07.10.14. HVÍLD  
08.10.14. ÍSAFJÖRÐUR EDINBORGARHÚSIÐ  
09.10.14. PATREKSFJÖRÐUR SJÓRÆNINGJAHÚSIÐ  
10.10.14. STYKKISHÓLMUR HÓTELIÐ  
11.10.14. AKRANES SAFNASVÆÐIÐ  
12.10.14 BORGARNES LANDNÁMSSETRIÐ  
 
13.10.14. HVÍLD  
14.10.14. STOKKSEYRI DRAUGASETRIÐ  
15.10.14. GRINDAVÍK SALTHÚSIÐ  
16.10.14.  KEFLAVÍK RÁIN  
17.10.14. HVANNEYRI           KOLLUBAR  
18.10.14. SELFOSS TRYGGVASKÁLI  
19.10.14. HAFNARFJÖRÐUR BÆJARBÍÓ  
 
20.10.14 GARÐUR TVEIR VITAR  
21.10.14. BIFRÖST HÁSKÓLINN  
22.10.14 HVOLSVÖLLUR HVOLL  
23.10.14. VESTMANNAEYJAR HÁALOFTIÐ  
24.10.14. FLÚÐIR FÉLAGSHEIMILIÐ  
25.10.14. REYKJAVÍK GAMLA BÍÓ